Tíðindi: note1kj9:7q5e6gvn
Ég hef verið í smá pásu frá því að setja inn færslur fyrst ég var að flytja og betrumbæta heimaskrifstofuna mína ásamt öðru. Hér skrifa ég á gamla góða planck lyklaborðið mitt í góðu yfirlæti nú þegar ég er kominn aftur með afmennilegan tölvuskjá.
OpenBSD 7.8 kom út nýlega með stuðning við Raspberry Pi 5. Eins og stendur er ekki stuðningur við HDMI þannig ég verð að tengjast stjórnborðinu með raðtengi á mínu Pi 5. Ég er að bíða eftir að USB í TTL kapall komi til mín sem virðist eiga að gera mér það kleift. Ég hugsaði að það gæti líka komið mér að gagni síðar meir ef ég vil gera eitthvað meira með ígreipt kerfi. Mig langar virkilega að sjá hversu mikið þetta stýrikerfi getur gert af því sem ég hef í huga.
Hér er einn hlekkur sem mig langar að sýna aftur, bara af því að ég er ánægður með myndbandið sem hann leiðir á, en það er það fyrsta sinnar tegundar sem útskýrir vel Bitcoin á íslensku: https://youtu.be/TrnKcg-3mgM
- Tögg:
- Openbsd
- Raspberrypi
- Bitcoin
Komment
Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.
