Tíðindi: note17ja:3q7ryq6h
Fór á Netöryggisráðstefnu Fjarskiptastofu. Þar fékk ég að kynnast því sem að fyrirtæki á Íslandi standa frammi fyrir í þessum bransa nú til dags og einnig nýju NIS2 tilskipuninni frá ES sem vænst er til að þau munu þurfa að fara eftir. Sambandsleysi milli stjórnar og upplýsingatæknideildar fyrirtækja var mikið talað um og einnig nauðsyn dýpri samskipta milli þeirra til að bæta net- og upplýsingaöryggi. Ég held að upplýsingatæknifólk hafi hag af vitneskju um fyrirtækjarekstur í þessu samhengi. Það gerir því kleift að þekkja ábyrgð og sjónarhorn stjórnarinnar til að koma upplýsingum um öryggisáhættur til hennar á áhrifaríkann hátt til að hún geti tekið ábyrgð á þeim.
Hef verið að vinna í “static site generator” að nafni makesite samhliða því að ég uppfæri þessa síðu sem búin er til með því tóli. Meðal annars finnst mér þetta fínt verkefni til að fá dýpri þekkingu á make, m4 og skelinni. Þau tól eru mjög oft notuð í C/C++ hugbúnaðarsmíðarkerfum verkefna sem ég vil taka þátt í. Repoið: https://github.com/straumer/makesite
Las kafla 6-10 í Rust bókinni. Mér finnst fínt að hún greinir frá öryggiseiginleikum Rust í samhengi forritunarmála eins og C, þar sem hún getur þá líka frætt mann um góðar öryggisvenjur í forritun almennt sem hægt er að tileinka sér handvirkt.
Komment
Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.