Netveldi

Tíðindi: note17y9:ks5uekx5

Haldandi áfram með póstinn minn frá síðasta mánuði, þá endaði ég með eina V54 NovaCustom fartölvu: https://novacustom.com/product/v54-series/. Ég hafði 4 möguleg stýrikerfi í huga fyrir hana, í forgangsröð OpenBSD > Void Linux > Parabola Linux > Archlinux. Vélbúnaðurinn er nýrri en hjá NV41, þannig það var góður möguleiki á því að einhver þessarra stýrikerfa myndu ekki keyra á honum, en ég var viss um að Archlinux myndi gera það sem mér finnst ásættanlegt val þangað hin eru tilbúin. Uppsetningin á OpenBSD fraus og kjarnar Void og Parabola eru ekki enn komnir í útgáfu 6.9 eða hærra, þannig Archlinux sem ég hef notað síðan 2011 er valið í bili.


Komment

Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.