Netveldi

Tíðindi: note1dj2:7s22gvhw

Það er víst bara hægt að setja upp OpenBSD 7.8 á Raspberry Pi 5 með því að tengja við kembitengilinn (debug connector) en ekki GPIO pinnana sem ég komst ekki að fyrr en ég skimaði í gegnum tölvupóstlista OpenBSD eftir að ég sá að stjórnborðið birtist ekki við ræsingu tölvunnar. Þannig ég pantaði kembikanna (debug probe) sem tengist við kembitengil Rpi5 og tengist við fartölvuna mína með USB. Ég hefði getað útvegað mér breytistykki fyrir USB í TTL kapalinn sem ég hafði keypti áður, en ég hugsaði að það gæti verið nytsamlegt að hafa fleirri fítusa ef ég skyldi vilja fikta eitthvað meira í ígreiptum kerfum. Ég þarf að bíða í einhverjar vikur eftir að það komi fyrst það virðist sem að fólk sé ekkert að flytja þetta inn á klakann.


Komment

Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.