Netveldi

Tíðindi: note1ev2:nsajkqfq

Mér finnst mikilvægt að gera betrumbætur á öryggi fartölvunar minnar með tímanum bæði fyrir mig og öryggi þeirra verkefna sem ég vinn að fyrir mína viðskiptavini. Nýlega hef ég verið að leita að nýrri fartölvu. Síðast þegar ég gerði það, árið 2021, þá endaði ég með Thinkpad X200 í höndunum: https://en.wikipedia.org/wiki/ThinkPad_X_series#X200_and_X200s. Ástæðan fyrir því er að hún er ein af þeim fáu RYF vottuðu fartölvum sem Libreboot getur keyrt á, og þannig fartölvur eru án Intel stjórnunarvélarinnar (öryggisvandamál). Ein ástæða fyrir því að ég er að líta á aðra möguleika er að fartölvan slekkur á sér vegna ofhitunar eða frýs stundum þegar hún er að vinna mikið. Ég gæti gefið mér tíma í að laga þetta, en það væri erfitt að vera 100% viss um að tölvan slökkvi ekki á sér á mikilvægum fjarfundum. Önnur ástæða er að öðlast betri örgjörva, skjákort og minnisgetu til að geta þjálfað gervigreindarmódel beint í tölvunni. Ég á ennþá eina Thinkpad T440s fartölvu sem ég get notað þegar tölvan má ekki krassa. Hún er hinsvegar ekki tilvalin í gervigreindarþjálfun, notar Intel stjórnunarvélina og fastbúnaður tölvunnar er læstur þannig ekki er hægt að skipta honum út fyrir frjálsa útgáfu. Í stuttu máli þá endaði leitin á NovaCustom: https://novacustom.com/cat/custom-laptop/. Þessar fartölvur hafa möguleikann á því að slökkva á Intel stjórnunarvélinni og keyra Coreboot sem virðist vera ásættanleg málamiðlun. Ég vil reyna að nota OpenBSD sem aðal stýrikerfið mitt (ég nota núna Parabola) og ég sá umfjöllun um árangursríka notkun OpenBSD á NovaCustom NV41 fartölvunni, sem er góðs viti: https://dataswamp.org/~solene/2024-01-03-laptop-review-novacustom-nv41.html#_OpenBSD. Ég mun hugsa mig aðeins meira um áður en ég tek ákvörðun.


Komment

Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.